Ég er svo glöð. Án gríns ég er svo ótrúlega glöð. Ég á eitt stykki miða á meistardeildarleikinn Inter-Chelsea sem fer fram þann 24.febrúar næstkomandi. Vá ég er svo glöð. Sit að vísu í Inter stúkunni þar sem Chelsea parturinn var stjarnfræðilega dýr, þannig ég þarf virkilega að halda aftur af mér þegar Chelsea skorar. Ég er með Chelsea hjarta og mun að sjálfsögðu styðja þá fram í rauðan dauðann!
Það hefði líka bara verið grátlegt að fá ekki miða, ég mætti í röð kl 06.00 og beið í 2 og hálfan tíma, var að sjálfsögðu fyrst á svæðið. Gerði sama þegar ég keypti á Inter-Milan, enda mundi afgreiðslumaðurinn eftir mér og hló þegar hann sá mig. Hann svona "fyrirgefðu en hvenær mætir þú eiginlega á svæðið?".
En að öðru..
Munið þið regnhlífasöguna mína? Þegar ég datt um regnhlífina og flaug í fangið á fjallmyndarlegum strák?
Ég býð upp á verri sögu, án gríns. Ég sat í strætó og var að hlusta á góða tónlist, var í góðu skapi og var meira segja nokkuð vel tilhöfð, hafði sett hárið í fasta fléttu og var í kápu, kjól og stígvélum. Kemur inn þessi líka vandræðalega fallegi strákur og án gríns (og nei ég er ekki að ýkja) þetta var fallegasta andlit sem ég hef séð, ég gat ekki hætt að horfa. Hann var líka eðlilegur, hann var ekki með tonn af geli og ekki í hallærislegum fötum, hann var bara fullkominn.
Þegar ég var búin að stara í dágóðar 5 mínútur þá tók ég eftir því að hann var að stara á móti, ég hugsaði svona "já ok snilld, núna heldur hann að ég sé einhver algjör klikkhaus".. en nei nei hann brosti til mín og ég fékk bara mjög góða tilfinningu fyrir þessu öllu. En þá byrjar ballið.
Þegar ég hafði loksins sannfært sjálfa mig að hann væri að gefa mér auga þá þurfti ég, því miður, að yfirgefa strætóinn. Sætið mitt var á upphækkuðum palli og hann stóð svona á móti mér og einu þrepi neðar. Ég stend upp, ætla að labba þetta fjandans eina þrep niður en nei...
.....
....
...
ég misstíg mig...
....
....
dett fram fyrir mig...
....
....
set hendurnar fram fyrir mig...
.....
.....
dett á gaurinn..og....
....
....
lem hann líka svona þéttingsfast í punginn!
Seriously, er þetta e-ð grín eða? Mig langaði bara að deyja á staðnum. Ég fór fljót að biðjast afsökunar og ég bókstaflega hljóp útúr strætónum. Note to self: Ekki gefa gaur auga í strætó, það boðar ekki gott!
Mér finnst þetta samt hundleiðinlegt. Maður fær athygli á skemmtistöðum sem maður ekki vill, maður sýnir gaurum athygli sem vilja ekkert með hana hafa og núna loksins fann ég jákvæða strauma í báðar áttir og ég þurfti að framkvæma þennan "dans" minn og skaða blessaðan drenginn. Frábært.
En svona utan við þessa niðurlægjandi strætó ferð þá er lífið bara ljúft. Fjarnámið sem ég er í er virkilega erfitt og mikið efni og er fínt að hafa e-ð krefjandi á dagskrá hjá sér.
Ný liðin helgi var ein sú mest athyglisverðasta hingað til. Byrjaði á að fara á Reggae kvöld, Tim vinur minn hér vildi endilega draga okkur stelpurnar þangað og má segja að þetta var eitt skemmtilegasta kvöldið hingað til. Mjög góð tilbreyting að vera ekki umkringd ofur geluðum súkkulaði strákum bleikum skyrtum sem eru opnar niður að nafla. Þetta var einmitt akkúrat öfugt, flestir með húfu, alltof stórum hettupeysum og alltof stórum buxum.
Á laugardeginum ætluðum svo svo á indie festival sem var svo skemmtilega sett upp að það átti að byrja kl 17 og vera þangað til 9 morguninn eftir. Ég, Rebecca og Sara ætluðum sko að taka hörkuna á þetta, mættum þangað uppúr miðnætti og var stefnan á að vera alla nóttina, þurftum að bíða í röð í ca klukkutíma og þegar var aaalveg að koma að okkur þá var hætt að selja miða, allt uppselt. Þarna fóru nokkrir bjórara og nokkrir espresso til spillis. En við enduðum þá bara á að taka 4 tíma langan göngutúr um Mílanó sem var bara hressandi líkamsrækt.
Helgina enduðum við svo á að horfa á Superbowl (amerískan fótbolta), sem var virkilega gaman því loksins nennti einhver að útskýra fyrir mér reglurnar. Ég að sjálfsögðu valdi rétta liðið til að halda með, Rebecca tapaði því veðmálinu og þarf að leika heimilislausa manneskju í hálftíma og betla pening. Allur pengurinn sem hún mun safna mun hún svo gefa til alvöru heimilislausrar manneskju.
Annars eru bara 2 tímar í afmælisdaginn minn og er ég á fullu að plana partý. Ykkur er öllum boðið en ég hreinlega efast um að einhver sjái sér fært að mæta. En aftur á móti er ég alltaf til í surprise heimsókn, partýið verður 19.febrúar :)
Í gærkvöldi barst tal okkar, Rebeccu og Söru (frá nýja sjálandi) um feminista. Ég sagði að ég væri svo langt frá því að vera feministi og þær byrjuðu strax að mótmæla. Þær sögðu að ég væri feminsti af því að :
1. Ég flutti til útlanda
2. ég ætla í háskóla
3. Ég hef ekki karlmann til að láta stjórna mér
4. Ég geri það sem mig langar að gera
Fyrirgefiði en finnst ykkur það voða feminista-legt? Ég komst að þeirri niðurstöðu að okkar samfélag, samfélag Íslendinga er bara allt allt öðruvísi. Það er nú útaf norminu ef einhver kona fer ekki í háskóla eða er ekki með vinnu, er það ekki? Amerískum karlmanni finnst honum ógnað ef hann hittir konu með menntun, margar konur kjósa að vera heimavinnandi, kjósa það að láta karlinn sjá fyrir sér. Íslenskar konur gera lítið af því en ekki get ég talið þær sem feminista.
Hvað finnst ykkur?
Annars eru 10 dagar í Kasabian, 11 dagar í afmælispartý og 16 dagar í Inter-Chelsea. Voðalega er febrúar fallegur mánuður!