kveða burt leiðindin, það getur hún
Krakkar, veðrið síðustu daga er búið að vera svo geðveikt. Síðastliðin sunnudag var bara hreint og beint tan veður. Hæst mældist hitinn 22 gráður. Það er ekki hægt að gera neitt annað en að elska það.
Síðustu vikur eru búnar að vera vægast sagt mjög skemmtilegar, tónleikar, ferðalög og eintóm skemmtileg heit.
Tókum skyndiákvörðun og hoppuðum uppí lest sem fór með okkur til Pavia, lítill háskólabær klukkutíma frá Mílanó, þar sem búa um 70 þúsund manns og 30 þúsund af þeim eru háskólanemar og flest allir í verkfræði eða stærðfræði. Þar elduðum við góðan mat, kíktum út á lífið og morgunin eftir skelltum við okkur niður að vatni og lágum í sólinni og höfðum það notalegt.
Ég skellti mér líka á Hot Chip tónleika sem voru alveg ótrúlega góðir, þeir eru svo ótrúlega hressir og flottir á sviði og fá alla til að dansa og hoppa eins og vitleysinga. Það verður nú að teljast líka gott afrek að fá Ítali til að hrista á sér bossann, þeir geta verið svo ótrúlega stífir og þurrir þessar elskur. Ég mætti alveg ready með ofur linsu og flass og ætlaði að ná góðum myndum en mér var ekki hleypt inn með vélina, frekar fúlt.
Er líka búin að skella mér í helgarferð til Flórens og Písa. Ég og Rebecca vorum að couch surfa í fyrsta skipti og verður að segjast að sú reynsla heppnaðist rosalega vel. Við höfðum semsagt samband við tvo stráka sem voru með lausa sófa og þeir buðu okkur fría gistingu, sem er einstaklega ljúft þegar maður á ekkert alltof mikinn pening. Flórens er borg sem er stútfull af fallegum og frægum byggingum, fallegum götum, söfnum og menningu. Við þurftum að taka borgina á svolitlum handahlaupum, en þegar maður hugsar útí það þá getur maður ekki skoðað allt allsstaðar. Ítalía er með frægar bygging á hverju götuhorni, í hverri einustu borg og hver einasta steinhella er mikilvæg í sögulegu samhengi.
Við náðum samt að sjá allt það helsta og enduðum svo á að fara til Písa. Stoppuðum mjög stutt í þeirri borg því við fórum einungis til að sjá skakka turninn sem er svo sannarlega skakkur! Það var í boði að fara upp en það kostaði 15 evrur, ég ætlaði sko ekki að borga 15 evrur fyrir að labba upp 300 tröppur. Jáneitakk!
Síðast liðin sunnudag hittumst við nokkur úr Couch Surfing samfélaginu og gáfum knús hjá dómkirkjunni. Þetta er herferð sem byrjaði í Bandaríkjunum, dreifa ást og kærleik til allra þeirra sem vilja og ég lét plata mig út í þetta. Við bjuggum til skilti sem stóð á "Free Hugs" eða "Abbracci gratis" og föðmuðum alla þá sem vildu. Ég var nú þokkalega efins fyrst, hélt að þetta yrðu bara endalaust af einhverjum pervertum og heimilislausu fólki sem lyktar illa en þetta varð svo bara ótrúlega skemmtilegt. Það voru alveg nokkrir karlmenn sem vildu mynda okkur í bak og fyrir og komu aftur og aftur til að fá knús, en utan við það þá skemmti ég mér ótrúlega vel og kynntist fullt af skemmtilegu fólki.
Núna líður tíminn svo ótrúlega hratt, afþví það styttist alltaf meir og meir í heimkomu þá er eins og vikurnar hverfi bara. Ég get svo svarið það að vikan er bara mánudagur, miðvikudagur, föstudagur og laugardagur, svo hratt líður tíminn. Ég reyni bara að hafa gaman hvern einasta dag, hvort sem það er að njóta sólarinnar eða hitta stelpurnar yfir kaffibolla, að ferðast og skoða og gera allt er hálf ómögulegt núna. En ég er bara virkilega ánægð með þennan tíma sem ég hef haft hér og mun sennilega aldrei gleyma þessum mánuðum, búin að eignast góðar vinkonur um allan heim svo núna hef ég enn betri afsökun til að ferðast !
Ég og Inga Dís áttum ansi skemmtileg samtal um daginn. Við erum báðar búsettar erlendis, ég á Ítalíu og hún í Bandaríkjunum og okkur finnst rosalega gaman að bera saman karlmennina og stefnumóta menninguna í okkar löndum. Við höfðum að sjálfsögðu eitthvað út á þá alla að setja sem og íslendingana en Inga Dís kom með best blönduna!
Uppskrift af hinum fullkomna karlmanni:
1/3 Bandarískur karlmaður, því þeir eru kurteisir
1/3 Ítali afþví þeir hafa útlitið
1/3 Íslendingur afþví það eru alvöru KARLmenn
Svo ef þið vitið um einhvern þannig þá megið þið endilega senda hann í pósti til mín !
Það er svo gaman þegar maður veit að maður er að gera eitthvað rétt. Áhrifin sem ég hef haft á Mariuvittoriu á þessum tíma eru gífurleg og ég er einnig búin að kenna henni fullt af sniðugum hlutum. Sem dæmi má nefna er að hún er að læra að prjóna, kann Sudoku, Mikado, fuglafit, fullt af spilum (með spilastokk), hún elskar að naglalakka sig, búa til ratleiki og ég hjálpa henni að æfa sig á píanó. Hún elskar líka að nota sömu orð og ég, t.d nice, what's up og stundum gleymi ég að tala ensku og segi "uuu jááá" og núna getur hún ekki hætt að segja það.
Ég læt þetta duga af fréttum í bili
Farin út að tana
-ebba