Þá er febrúar bara búinn. Mars er mættur á svæðið og þá er nú bara næstum komið að leikslokum hér á Ítalíu. Sett heimkoma er 16.maí. Þið getið fara að hlakka til !
Febrúar mánuður var alveg frábær, vægast sagt. Afmælið mitt átti sér stað, skreið inní 21 árs aldurinn með léttu skyndidjammi á klúbbnum Hollywood. Fórum þar í þeirri trú að hitta einhvern frægan þar sem þetta er vinsæll staður fyrir fræga fólkið. Okkur gekk ekki betur en svo en að við hittum þennan félaga...
Heitur ekki satt? Hann er svona eins og vaxmynda stytta, og takið líka eftir höndunum!
Svo kom þarna vikutímabil sem er sennilega bara besta vika sem ég hef átt í langan langan tíma.
Byrjaði með Kasabian tónleikum á fimmtudegi sem var algjör snilld og svo á föstudeginum hélt ég uppá afmælið mitt heima hjá Rebeccu. Elduðum tortillas sem ég var búin að sakna alveg rosalega mikið og keyptum hellings af áfengi og bjór og héldum Beer Pong mót. Að sjálfsögðu vann ég, ekki að spurja að öðru. Eftir partýið héldum við svo á klúbb sem heitir Vogue sem reyndist vera skemmtistaður fyrir samkynhneigða og satt best að segja hef ég aldrei skemmt mér jafn vel á skemmistað. Allir klæddir upp í búninga útaf Carnivali (kjötkveðjuhátið) og þarna gat maður dansað án þess að vera áreitt af alveg ótrúlega pirrandi ítölskum gaurum, því þessi ungu menn höfðu einungis áhuga á öðrum mönnum.
Virkilega athyglisvert en maður hafði bara gaman að því.
Um daginn skráði ég mig á vefsíðu sem kallast couch surfing, net samfélag til að leita þér að ókeypis gistingu um allan heim. Þessi síða er algjörlega búin að breyta lífi mínu hér því núna hlaðast inn alveg endlaust af atburðum sem meðlimir þessara síðu í Mílanó eru að skipuleggja.
Á laugardeginum eftir afmælið mitt fórum ég, Rebecca og Vala í carnival party með meðlimum couch surf síðunnar. Mættum þarna aleinar, uppdressaðar í búninga (Toga) og þekktum engan! En það voru allir svo ótrúlega viðkunnalegir og vildu endilega að við myndum kynnast sem flestum, undir lok kvöldsins var maður orðinn nokkrum vinum ríkari og skemmtum okkur hrikalega vel.
Miðvikudeginum eftir var síðan komið að því sem ég var búin að bíða eftir í langan tíma.
Staður: San Siro
Hvað: Meistaradeildin
hverjir: Inter gegn Chelsea
Ég sat á frábærum stað, mjög nálægt og gat séð leikinn vel. Var umkrind Inter aðdáendum sem horfðu á mig með skrýtnu augnarráði þegar ég var sú eina í 500 metra radíus sem hoppaði upp og fagnaði eina marki Chelsea.
Ömurleg úrslit en alveg frábær upplifun að fara á þennan leik!
Það er kominn nýr fjölskyldumeðlimur hér á þessum bæ, að morgni 25.febrúar fæddist lítill Cesare. Algjör rúsína en er núna mín regluleg vekjaraklukka svona yfir næturnar!
Sætur eða? Svolítið alvarlegur á svipinn, en samt algjört krútt!
En núna er maður kominn í alvarlegar plan hugleiðingar fyrir sumarið. Ég hef alveg vandræðalega góða tilfinningu fyrir þessu sumri, held að stefnan verði sett á aðra legendary ferð á LungA á Seyðisfirði og maður er að gæla við hugmyndina að fara á Rock Werchter í Belgíu. Tónlistarhátíð stútfull af frábærum tónlistarmönnum og hljómsveitum, hverjir eru til í að koma með? Tala nú ekki um brjáluðu dagskránna um miðjan júní, júbilering, 5 ára reunion úr grunnskóla, bekkjarparty, óvissuferð og við stelpurnar reynum svo vonandi að ná einum degi saman og gera e-ð villt eins og okkur einum er lagið!

nóg komið af Mílanó fréttum
þangað til næst
Ebba
4 comments:
Held að rock werchter sé málið! svo margar of góðar hljómsveitir þar!
Ragnar Hólm
heheh eg ad meta tessa mynd herna i lokinn!! tad verdur aftur djammad svona i sumar!!
knúz á þig sæta okkar - endalaust gaman alltaf að lesa skrifin þín...greinilega nóg um að vera hjá þér - vottaði fyrir smá "öfund" hjá bróður þínum yfir fótboltaleiknum=)=)
hafðu það gott áfram - hlökkum til að sjá þig eftir bara "smá":))
Heiðdís Dögg:))
síðan orðin flott :)
Post a Comment