Heil og sæl
Ég er stundum að heyra frá fólki að ég hafi alltof mikinn tíma og sé aldrei að gera neitt. Ég hef verið að velta þessu rosalega mikið fyrir mér núna síðustu daga. Ég bý í Mílanó, hér er margt að skoða og margt að gera en það verður aðeins að taka það með í reikninginn að allt kostar. Ég get ekki hagað mér þessa 9 mánuði sem ég er búsett hér eins og ég gerði í 10 daga á Rhodos. Hér bý ég og hér lifi ég. Heima myndi ég væntanlega fara í skólann/vinnu, æfingu og svo kannski stundum kíkja á rúntinn, sund eða bara slappa af heima.
Dagurinn minn hér felst í rækt um morguninn, skóli 11-1, vinna 5-8 og svo aftur rækt. Þarna inn á milli hef ég nægan tíma til að gera hitt og þetta en ég bara tími ekki og nenni ekki að fara í búðir, kaffihús eða á endalaus söfn.
Helgarnar eru tíminn til að gera e-ð og helgarnar fram að heimkomu munu fara í að kíkja í nágranna borgir og vonandi e-ð smá útúr landi.
Það getur alveg verið drep leiðinlegt að gera ekki neitt á daginn en það hefur ekkert bara galla. Ég hef verið að gera ýmislegt sem ég hef ekki gefið mér tíma til á Íslandi. Ég er búin að lesa 10 bækur, ég prjónaði mér trefil og eyrnaband og stefni á að prjóna meira, ég hef tíma til að taka fjarnám og læra ítölsku.
Það er samt alveg ósjálfrátt að þegar maður hefur svona mikinn tíma að maður hugsar heim og það er alveg staðreynd að ég hlakka mjög mikið til að koma heim. Ég myndi samt aldrei vilja skipta út þessari reynslu, þetta er alveg meiri háttar og ég er meira en til í það að flytja hingað út aftur, en þá ekki sem aupair.
Ekki nóg með það að ég læri nýtt tungumál og kynnist nýrri menningu þá er ég búin að víkka sjóndeildarhringinn gagnvart mat. Ýmislegt sem ég mundi hugsanlega neita heima fæ ég mig til að smakka hér, þau eru alltaf að koma með nýja osta og ýmislegt sem lítur hrikalega út en ég smakka samt. Bæði afþví ég er kurteis og það er ókurteisi að neita mat og líka því þetta er kannski e-ð sem ég get bara smakkað hér en ekki heima.
Svo er ég farin að geta drukkið bjór og rauðvín sem ég held að stelpurnar mínar séu virkilega ánægðar með, trúi ekki annað en að þær séu stoltar af mér núna.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvað í andskotanum ég er að gera hér, ég er bara ensku kennari, við gerum heimavinnu og leikum okkur í 3 tíma á dag. En það er alveg á hreinu að mín dvöl er að skila sér. Foreldarnir fóru á fund með kennurunum og hún er lang efst í enskunni, alveg yfirburðar best í bekknum, þrátt fyrir að hegðunin mætti vera betri. Það er svo gaman að fá svona fréttir, að vita að maður er að gera e-ð gott og einhver partur af þessari visku sem ég bý yfir (hehe) skili sér.
Nýja árið er strax farið vel af stað, er búin að fara í eina dagsferð til Bergamo, kaupa mér miða á Inter-AC og á tónleika með Kasabian. Erum svo með plön að fara til Torino, Florence, Pisa, Rimini, Garda Vatns og ef möguleiki er að keyra upp til Sviss. Það er ótrúlegt hvað ég er með mikið af fallegum stöð bara í næsta nágrenni, það tekur ekki nema klukkutíma að keyra til Sviss og væri það algjör draumur að komast þangað.
En ég læt þetta duga af fréttum í bili
Kem með eitt sjóðandi þegar ég er búin á deitinu mínu með Ronaldinho, Beckham, Eto'o, Mourinho og Pato :)
love, Ebba Karen
No comments:
Post a Comment