Núna er liðinn mánuður síðan ég fyrst steig fæti hér á Ítalíu. Mánuður er mikið en ég er samt bara búin með 1/9!
Dagarnir hér líða bara áfram. Vakna, ræktin, hádegismatur, dund eftir hádegi og svo passa fram að kvöldmat. Byrja svo í skóla á morgun, 3 daga vikunnar, 2 tíma í hvert sinn.
Þetta mætti reyndar alveg líða aðeins hraðar en ég er að vinna í því að finna mér kannski e-ð dansnámskeið eða ljósmyndanámskeið. Það er samt ekkert auðveldast í heimi að "joina" þannig, því allt kostar pening hér. Mikinn pening.
Það er alveg óþolandi að fara í fatabúðir, jakki kannski á 70 evrur og maður svona "æi oooh afhverju er evran ekki 80 kr"
Fór inn á naglasnyrtistofu um daginn og ætlaði að forvitnast hvað gervineglur kostuðu. 120 evrur takk fyrir og góðan daginn. You can do the math!
Ég elska menninguna hér, elska göturnar og elska búðirnar. Þegar ég fer út úr húsinu mínu þá þarf ég að labba ca 5 metra til að komast að ávaxta og grænmetissala, hann er með dýrindis ávexti og ég fékk mér plómu hjá honum á stærð við epli! Á leið út á götuhorn er hársnyrtistofa, á götuhorninu er risa snyrtivörubúð, þar við hliðina á er skóbúð (og btw allir skórnir eru á 30 evrur) og þar á eftir kemur önnur hársnyrtistofa.
Þetta sé ég í hvert skipti sem ég fer út á strætóstoppistöð. Við stoppistöðina er blómasali, krúttlegur 70 ára kall sem er alltaf að reyna að selja mér blóm, einn daginn mun ég kaupa af honum. Þar er líka uppáhalds kínverjinn minn, þar get ég keypt "handbags" og skó á 10-15 evrur.
Hér er mikið af jakkafataköllum og konum í Prada pinnahælum. Þetta fólk er engan veginn of fínt fyrir strætó, metro eða sporvagn. Hér ferðast allir á þann hátt, meira segja fullt af jakkafataköllum á vespum eða reiðhjólum, það er alveg best! Þeir þurfa ekkert fancy bíla, enda er bara fáranlegt að vera á bíl hér.
Varð vitni af einu svakalegu um daginn, þar sem bíl hafði verið lagt tímabundið í "drive in" og kom að því að annar bíll þurfti að komast út. Kallinn lá á flautunni alveg brjálaður, greinilega að verða of seinn í vinnuna. Ég semsagt sé þetta frá hlið, þar af leiðandi sé ég ekki bílinn sem er að reyna að komast út. Nokkrum sekúntum seinna (já sekúntum) var maðurinn algjörlega búinn að missa þolinmæðina og keyrir lengra út og keyrir á bílinn sem var lagt í innkeyrsluna. Svo byrjar hann svona að juða rétt í bílnum, reyna að ýta honum létt út á götuna. Ég fékk nett áfall þegar ég sá að maðurinn var að keyra glænýjan Audi, honum var svo slétt sama um bílinn sinn, slétt sama um nokkrar rispur og fannst ekkert aðþví að keyra bara á!
Þetta varð til þess að ég fór að skoða bílana aðeins betur og ég get svo svarið það, hver einasti bíll hér (hvort sem það er Ferrari, Benz eða Corolla) er með rispur á hliðunum.
Hér er einnig mjög mikið af betlurum, sumir vilja kalla sig götu/strætó listamenn, en þeir eru bara að betla. Ég tek alltaf sporvagn 27 þegar ég fer í ræktina eða niðrí bæ og það er frekar stór og fjölmennur sporvagn, sérstaklega klukkan 8 á morgnana, ég sé mikið sama fólkið á leið í skólann eða vinnu. Það er alltaf sami maðurinn sem kemur í sporvagninn og spilar á harmonikku og betlar pening, ég er búin að fara fjórum sinnum í dag og hann var þar í öll skiptin. Ekki nóg með það að hann er alveg vandræðalega lélegur heldur spilar hann alltaf sama lagið, aftur og aftur og aftur. Ég hef aldrei séð einhvern gefa honum pening, spurning um að fara á einhverja leið og í annan sporvagn ? Já eða selja harmonikkuna, hún kostar alveg hellings!
Þessir betlarar eru samt rosa erfiðir, maður getur ekki annað en vorkennt manninum sem er ekki með neina fótleggi, en ef ég gef honum pening þá verð ég að gefa hinum líka. Svo ég ákvað bara að gefa aldrei neinum, vera ógeðslega kalda leiðinlega stelpan sem lítur undan þegar betlarar eru á næsta leiti.
Það eru líka svertingjar í hópum niðrí bæ að selja "handmade" armbönd, labba upp að manni, bjóða manni á 1 evru og ef maður neitar þá segja þeir "it's for free" og leggja þetta á öxllina á manni. Ef maður þiggur þetta, þá eltar þeir mann endlaust og biðja um bara 1 evru! Sumir hafa meira segja verið svo djarfir að spurja hvort mig vantaði ekki eiginmann, eða hvort ég vildi ekki borga með einum kossi!
Það er ótrúlega skrýtið að vera ekki lengur túristi hér, ég er farin að leiðbeina öðrum túristum í strætó, hvenær þeir eigi að fara út og þess háttar. Það er ótrúlega gaman að vera kominn inní hlutina og vera bara hluti af lífinu hér. Ég heilsa konunum í ræktinni eins og þær séu bara vinkonur og fólk man eftir mér, það er mjög gaman.
Það er aðeins undir einum kringumstæðum sem ég er til í að vera villt, vera túristi og þurfa á hjálp að halda. Það er þegar lögreglumenn eða hermenn eru nálægt, lögreglumennirnir hér eru amazingly hot og ég er alltaf svona "ætti ég að spila mig tognaða á ökkla, villta og þarf að komast heim?". Og hermennirnir allir ungir og sætir og labba um með risa riffla, ég er að mana mig uppí það að fá mynd af mér með þeim.
En af mér er annars allt gott að frétta, vinnan er ekki mikil en getur verið erfið þegar hún stendur yfir. Stelpan sem ég er að passa er frek og ofdekruð sem vill stjórna öllu. Það erfiðasta er það að hún er mjög gáfuð, talar mjög góða ensku og er rosalega meðvituð og þá vill oft gleymast að hún er bara 5 ára krakki (6 ára í nóvember). Hún vill ekki fara í sturtu, ekki tannbursta sig og það er e-ð thing að vilja ekki þvo sér um hendurnar. Fyrstu dagana var ég mikið bara að leika við hana, fylgdi þessu ekki mikil ábyrgð, en núna síðustu 1 og hálfa viku voru foreldrarnir í burtu. Þá þurfti maður að vera strangur, láta hana borða og setja hana í sturtu og þess háttar, og upp frá því þá hefur henni líkað minna við mig. Hún veit að hún kemst ekki upp með neitt kjaftæði hjá mér og spyr mig sjaldnast um leyfi um e-ð, fer alltaf til Sharmelu, þernunnar. En án mín getur hún svo sannlega ekki verið, hún vill alltaf leika við mig og hafa mig hjá sér.
En maður verður bara að vera þolinmóður þegar hún stendur á orginu og neitar að þvo sér um hárið, þýðir ekkert að láta þetta fara í taugarnar á sér.
Mér líður mjög vel á heimilinu, foreldrarnir eru algjörir gullmolar og kallinn er bara fyndinn. Stundum mætti samt halda að ég væri með heimþrá á háustigi því ég er alltaf að sjá tvífara, það er alltaf einhver sem minnir mig á einhvern heima. Það er bara farið að verða vandræðalegt að sjá Jón Heiðar Sig, Ágúst Örn, Önnu Elvíru eða einhvern sem ég þekki úti á götu. Ég fer ósjálfrátt að stara, vandræðalega mikið og fólk heldur ábyggilega að ég sé e-ð geðveik.
Og Viðar bróðir bað mig um að setja myndir hér, það er bara svo fjandi mikið vesen og ég nenni því ekki. Svo Viðar, fáðu þér facebook eða fáðu að sjá hjá mömmu eða Heiðdísi :)
Vona að þetta séu nógu ásættanlegar fréttir frá Mílanó
Þangað til næst
Ebba Karen
No comments:
Post a Comment