Sunday, January 31, 2010

Janúar flaug í burtu

Ég er ekkert að grínast en það eru einhver álög á mér og bloggsíðum. Á yngri árum þoldi ég náttúrulega aldrei að vera á sama stað og bjó til svona milljón og eina bloggsíðu. En núna gaf bloggar.is öndina, mér var ekki ætlað að segja ykkur frá því hversu ótrúlega skemmtileg upplifun það var að fara á Inter-Milan fótboltaleikinn!
Veit ekki hvernig sé best að skrifa athugasemd en ætli það sé ekki hentugast að velja Name/URL, þið bara finnið út úr því :)
Á leikdegi peppuðum við, ég og Rebecca, okkur upp með því að hittast og fá okkur að borða
saman. Mættum mjög tímanlega við völlinn því við ætluðum að freista þess að reyna að hitta á leikmennina þegar þeir koma úr rútum sínum og labba inn á leikvanginn. Við löbbuðum í heilan hring um allt svæðið og enginn inngangur sjáanlegur, við erum með kenningu að þeir labbi inn í neðanjarðar göng í einhverja tugi metra fjarlægð. En þá var lítið annað í stöðunni en að leggja af stað í átt að sætum okkar sem tók okkur alveg ágætis tíma, sætin okkar voru staðsett aftan við markið og frekar ofarlega. Á leið okkar hittum við tvær ungar stelpur sem spurðu "fyrirgefið en hvar er miðasalan fyrir leikinn?", ég og Rebecca litum á hvora aðra og hugsuðum báðar "er þessi gella að grínast?".
Við bentum henni góðfúslega á það að líkur þess að hún gæti keypt sér miða tveim tímum fyrir
leik væru ca 0,1 % ef það næði því. Hún spurði hvort einhver væri til í að gefa henni miðan sinn í skiptum fyrir síma og satt best að segja held ég að enginn væri til í að gefa miðann sinn. Völlurinn var troðfullur og stemningin var ólýsanleg, staðsetningin á sætunum var alveg frábær til að sjá gang leiksins en ég gat því miður ekki dáðst að kálfunum og
lærunum á þeim eins vel og síðast.





Við vorum umkringdar algjörum bullum og við hoppuðum og skoppuðum og sungum og öskruðum eins og við fengjum borgað fyrir það. Mjög fyndið samt þegar ótrúlega reiðir strákar tóku sig til og gáfu fokk merkið þegar Milan menn löbbuðu inn á völlinn, eins og þeir séu e-ð að fara að sjá þetta! Ég missti mig samt aðeins í gleðinni og fagnaði þvílíkt þegar Beckham og Ronaldinho voru kynntir, fattaði ekki að ég var umkringd Inter bullum en ég var bara svo fjandi spennt að sjá þá live! Svo er það næsta á planinu að reyna að ná miðum á Inter-Chelsea, það væri bara einu númeri of gott!

Annars er allt ljómandi gott í fréttum, í gær fórum ég, Rebecca, Vala, Kristiina og Jasmine til Torino í smá túrista dagsferð. Ég byrjaði á því að sofa yfir mig og þurfti að fara útúr húsi á 5 mínútum sem hafði þær afleiðingar að ég fór með myndavél með engu batterí. Gott Ebba. En ég á núna svo ótrúlega myndarlegan iphone þannig ég gat náð í smá sönnunargögn að ég hafi virkilega farið. Torino er alveg ótrúlega falleg borg, hún er fræg fyrir það hvað allar göturnar eru skipulega gerðar, allar götur liggja í 90 gráðu horn á þá næstu, þetta er svona eins og taflborð. Allt mjög snyrtilegt og andrúmsloftið svo afslappað og þægilegt, mikið af litlum vintage búðum og búðum sem selja allskonar hluti, alveg svona fullkomin búð til að gramsa í. Fórum á virkilega athyglisvert egypskt safn sem hafði að geyma fullt af styttum, vösum, brotum úr veggjum frá því mörg þúsund árum fyrir Krist, sáum alvöru múmíur, virkilega alvöru dauðan kall sem hafði verið vafinn inn og geymdur. Ég varð ástfangin af táknununum þeirra sem þeir nota til að skrifa, núna ligg ég yfir þessu á netinu og les mér til um Egyptaland.
Þegar við komum heim frá Torino þá skelltum við okkur á djammið, sem var mjög gaman þar sem klúbburinn var stútfullur af Bandaríkjamönnum. Rebecca var þar náttúrulega á algjörum heimavelli og var hamingjan ein að geta spjallað við fullt fullt af fólki á djamminu.
Við stelpurnar erum búnar að vera að ræða mismunandi stefnumótamenningu og Íslendingar eru held ég alveg sér á báti, í Bandaríkjunum telst það gott stefnumót ef það er eins og einn koss.
Hér verð ég alltaf alveg þvílíkt hissa þegar strákar koma til manns á djamminu og spurja hvort þeir meiga bjóða manni út að borða. Ég í alvöru hugsa "ætlaru ekki að reyna að sofa hjá mér núna?", nei nei þetta eru herramenn þeir bjóða út að borða eða bjóða þér heim til þeirra í mat. Alvöru karlmenn hér á ferð!
Er núna að taka mig á í ræktinni og er orðinn fastagestur þarna kvölds og morgna og þegar maður er svona oft þarna þá getur maður ekki annað en eignast uppáhalds heita einkaþjálfara. Ég hljóma kannski rosalega grunnhygginn en ég get ekki séð e-ð afþví að stara pínu :) Svo er einn þeirra orðinn algjör félagi og ætlar að hjálpa mér í átakinu mínu, heitir þessu skemmtilega nafni Gregorio. Mér finnst alltaf jafn gaman að segja þetta nafn því ég legg ansi skemmtilega áherslu á fyrra o-ið. Gregoooorio, prófið þetta, er nefninlega lúmskt gaman. Ótrúlega gaman líka að spá í þessum nöfnum á strákunum hér, eins og Inga Dís orðaði það svo skemmtilega að þeir hljóma virkilega heitir bara við að heyra nöfnin. Antooonio, Alessandro, Fabio, Fabrizzio, Maaarco og reynið að lesa þetta allt með ítölskum hreim.

Annars verður að segjast eins og er að ég er orðin ansi þreytt á starfinu mínu, stelpan er alveg að missa sig í óþægðinni og er hún sennilega orðin rosalega spennt og stressuð fyrir nýja barninu sem mun mæta á svæðið í lok febrúar. Þar þarf ég að undirbúa mig vel, kaupa eyrnatappa og tilheyrandi svo ég geti nú náð þokkalega góðum nætursvafn. Get líka alveg viðurkennt það að ég er sjálf spennt að fá lítið kríli á heimilið. Börn eru alltaf voða krúttleg svona á meðan ég þarf ekki að hugsa um þau.
Stundum tekur Mariavittoria sig til og stappar í gólfið og labbar um alla íbúðina og segir annað hvort "SÍ SÍ SÍ SÍ SÍ SÍ" eða "NO NO NO NO" svona mismunandi eftir umræðuefni. Hún er alveg með þokkalega góða öskur rödd sem hún er ekkert að spara og eyðir mestum tíma sínum í að kvarta og setja upp svipi og segja manni reglulega að maður sé vitlaus og viti ekki neitt.
Hljómar alveg einstaklega skemmtilega ekki satt? En þetta er bætt upp með ferðalögum, fótboltaleikjum og tónleikum.

Annars styttist óðum í að ég verði gömul kona, 21 árs og er ég byrjuð að plana afmælið. Væri virkilega gaman að halda partýið í sporvagni sem keyrir með þig um alla borgina en ég er líka búin að sjá skemtilegan stað sem býður upp á partýhöld. Þarf að skoða þetta vel og vandlega þar sem maður á ekki oft afmæli í útlöndum!
Annars líður mér eins og ég sé bara alveg á leiðinni heim, búin að kaupa flugið heim í maí og finnst þetta allt bara að klárast, það verður vægast sagt blendnar tilfinningar að yfirgefa Ítalíu.
Læt þetta annars duga af fréttum í bili..
þangað til næst

Ebba Karen

6 comments:

Kristinn Þór said...

Flottar myndir hjá þér Ebba, og gott blogg sko!

Anonymous said...

Hefði alveg verið til í að skella mér á leik þarna :D knús og kossar til þín :)

Magnea said...

ahhh gleymdi að setja nafnið mitt !! knús aftur elsku litla sys :)

ma said...

gott blogg !

IngaDis said...

heheh svakalega anaegd ad tu skyldir minnast a mig i tessu bloggi, en tetta er bara alveg rett hja mer! :) en djofull langadi mig a tennan leik, eg er reyndar i teirri ihugun ad taka 6 tima roadtrip til ad sja islenska karlalandslidid i fotbolta taka aefingarleik vid mexico :) annars fer eg lika ad panta mitt flug heim fljotlega, alltof fljott ad lida!

Anonymous said...

Gaman að lesa bloggin þín Ebba Karen!
Kv. Magnea Freyja